150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

fjáraukalög 2020.

695. mál
[19:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Hérna er síðasti kafli breytingartillagna minni hlutans og hann fjallar um fasteignir og ýmis mál eins og þau hafa verið rakin hérna. Þetta eru dæmi um mál sem eru tilbúin til afgreiðslu og nýtast mjög vel akkúrat á þessum tíma. Ríkisstjórnin ákvað samt að taka þau ekki með í reikninginn af einhverjum undarlegum orsökum þannig að þegar við sjáum næstu skref hjá ríkisstjórninni býst ég við að einhver af þessum verkefnum koma þar inn aftur.

Ég segi já.