150. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2020.

afbrigði um dagskrármál.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Svo háttar til með 3. dagskrármálið, breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, að of skammt er liðið frá útbýtingu þess eftir almennum reglum. Það er komið fram eftir 1. apríl og ekki er liðinn sá frestur sem 3. mgr. 37. gr. þingskapa áskilur, þ.e. svokölluð fimm daga regla. Þar sem fullt samkomulag er milli þingflokka um afgreiðslu málsins lítur forseti svo á að afbrigði séu samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.