150. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

722. mál
[15:59]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kom ekki mikið nýtt fram í andsvari hv. þingmanns. Ég ítreka það bara að í frumvarpinu eru skuldurum líka tryggð ýmis úrræði, m.a. vegna greiðsluerfiðleika, og þær skuldir sem kröfuhafar eru nú að fullnusta er ekki hægt með nokkru móti að rekja til afleiðinga heimsfaraldursins. Framlagning bæði beiðna um aðför og nauðungarsölur á sér langan aðdraganda áður en beiðnir eru lagðar fram og er því nokkuð ljóst að þær kröfur sem nú koma til framkvæmda er ekki hægt að rekja til þeirra afleiðinga sem nú eru uppi. En vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem eru uppi er líka verið að tryggja skuldurum ýmis úrræði, þannig að ég vísa bara til þess máls og tek undir með hv. þingmanni að nefndin þarf að skoða málið eins og önnur sem til hennar koma.