150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

vernd uppljóstrara.

362. mál
[14:46]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir yfirferðina. Mig langar að taka af öll tvímæli varðandi álitamál sem hafa komið upp. Þau sjónarmið hafa heyrst að þessi lög gildi ekki þegar um er að ræða háttsemi íslenskra fyrirtækja sem sé þá annaðhvort lögbrot eða ámælisverð háttsemi þegar um slíka háttsemi utan íslenskrar lögsögu er að ræða. Mig langaði til að spyrja hv. þingmann hvort hún deili ekki þeim skilningi mínum að svo sé, að þessi lög nái til starfsemi íslenskra fyrirtækja, jafnvel þótt utan íslenskrar lögsögu sé.