150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[15:48]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég hyggst greiða atkvæði með þeirri tillögu að þetta frumvarp fari til umfjöllunar í fjárlaganefnd þar sem rætt er um opinber hlutafélög og þarna er verið að leggja slíkt til. Mér fannst það einhvers konar tilraun Miðflokksins til pólitísks moldvirðis að reyna að vísa þessu máli inn í umhverfis- og samgöngunefnd því að málin sem tengjast samgöngum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið rædd í umhverfis- og samgöngunefnd og verða rædd í þeirri nefnd. Hér er eingöngu um að ræða að stofna þetta félag sem er nauðsynlegur hluti af höfuðborgarsáttmálanum sem ég styð einhuga.