150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

704. mál
[21:35]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Með þessari þingsályktunartillögu er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 25. október 2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2018/1717 frá 14. nóvember 2018 um breytingu á reglugerð nr. 1093/2010 að því er varðar aðsetur Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Reglugerðin felur í sér breytingu á reglugerð ESB nr. 1093/2010, um stofnsetningu Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (ESBA). Gerðin felur aðeins í sér eina breytingu, þ.e. að höfuðstöðvar EBA færist frá London til Parísar. Ástæða breytingarinnar er útganga Bretlands úr Evrópusambandinu 31. janúar 2020.

Innleiðing reglugerðarinnar á Íslandi kallar á breytingar á lögum nr. 24/2017, um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

Ég legg til, virðulegur forseti, að að aflokinni þessari umræðu verði tillögu þessari vísað til hv. utanríkismálanefndar.