150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:31]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ekki erum við bara að greiða atkvæði um álag til heilbrigðisstarfsmanna heldur einnig sérstaklega 100.000 kr. einskiptisgreiðslu fyrir öryrkja og eldri borgara. Það væri frábært ef það hefði verið hægt að samþykkja það.

Svo er 100 millj. kr. stuðningur til SÁÁ sem hefur núna misst niður svo til alla álfasölu vegna Covid. Þess ber að geta að eldri borgarar hafa ekki fengið neitt og þessar 100.000 kr. einskiptisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara hefðu skilað mjög miklu til þeirra og sýnt lit en því miður lítur út fyrir að það verði ekki samþykkt