150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

leigubílstjórar og hlutabætur.

[15:22]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég vildi klára að nefna það að á dagskrá þingsins í dag er einmitt stutt frumvarp vegna þess að í þessu mjög svo mikla lagaumhverfi í kringum leigubílstjóra var það einhverra hluta vegna þannig að þeir sem voru með tveggja ára starfsleyfi eða yngra gátu ekki skilað því inn. Hugmyndin er að koma til móts við þá til að allir sitji við sama borð hvað það varðar.

Varðandi síðustu fyrirspurn hv. þingmanns, um útgefin leyfi, hefur því einfaldlega verið haldið áfram. Ég hef hins vegar enga trú á því að menn hefji starfsemi ef ekkert er að gera. Það hlýtur að liggja í augum uppi.

Hv. þingmaður talaði um stjórnarskrána, atvinnufrelsi og lög í landinu og það er einfaldlega verið að fylgja þeim.