150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[17:13]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögu Oddnýjar G. Harðardóttur og mína um að hækka það álag sem atvinnuleitendur fá vegna framfærslu barna úr 4% í 6%. Þetta er góð tillaga. Hún er unnin í góðri samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu og mikið fagnaðarefni að náðst hafi saman á lokasprettinum um að klára þessa tillögu af skynsemi.

Ég segi já.