150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[19:04]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það gildi bara almennt að þegar fyrirtæki nýta sér úrræði stjórnvalda sé eðlilegt að það sé endurkrafa í einhvern tíma. Ráðherrann leggst ekki gegn því að velferðarnefnd skoði tímalengd og álag til baka en almennt er ég þeirrar skoðunar að þegar fyrirtæki leita á náðir almennings til þess að brúa rekstrarlegt bil þá skuli gilda um það ákveðin sjónarmið og þau eru einfaldlega reifuð almennt í fyrirvörum með skilyrðunum og þetta er þar undir.

Varðandi skattaskjól og lágskattasvæði þá voru þau ákvæði sem eru inni í báðum frumvörpum unnin í samráði. Það gildir það sama þar að fróðlegt væri ef velferðarnefnd færi ofan í það. Skilyrðin voru ekki í leiðinni í upphafi og ég held að þau sem þarna eru sett tryggi, líkt og önnur skilyrði (Forseti hringir.) sem sett eru, betur stöðu almennings í frumvarpinu (Forseti hringir.) en í gildandi lögum.