150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[15:37]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Það er ánægjulegt að við skulum vera að greiða atkvæði um þetta mál, neyslurými. Á þessum tímapunkti er ástæða til að þakka hv. velferðarnefnd fyrir samstarfið um þetta mál og hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir að leggja það fram.

Eins og þingheimi er kunnugt um kemur málið í gegnum frumkvæði þingflokks Pírata fyrir allnokkru síðan og ber að þakka fyrir það. Þegar frumvarpið verður orðið að lögum mun það breyta því að þessi hópur í þjóðfélaginu mun hafa aðgang að blöndu af heilbrigðis- og félagsþjónustuúrræði sem mun skipta miklu máli. Þetta er fyrsta skrefið í þeirri mikilvægu vegferð að hætta að refsa neytendum fyrir sjúkdóma sína eða fyrir þau heilsufarsmein sem þeir kunna að hafa.

Það er afar mikilvægt og ég segi já.