150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[12:01]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga er um að útiloka þá frá stuðningi úr ríkissjóði sem hafa nýtt sér skattaskjól. Fyrr í dag hélt stjórnarþingmaður því fram að öll skilyrði væru fyrir því að útiloka slíka frá ríkisstuðningi, en það er rangt. Allir fulltrúar efnahags- og viðskiptanefndar hafa skrifleg svör Skattsins í höndum. Þar eru fulltrúar allra flokka þannig að öllum á að vera ljóst að þessi skilyrði halda ekki. Þeir hv. þingmenn sem vilja í alvöru útiloka frá ríkisstuðningi fyrirtæki sem í raun hafa sagt sig sjálf frá stuðningi, með því að setja upp fléttur og flóknar millifærslur til að komast hjá því að greiða í okkar sameiginlegu sjóði, greiða atkvæði með þessari tillögu. Hinir fella hana auðvitað sem er slétt sama um þetta.