150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:29]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað upp vegna orða hv. þm. Birgis Ármannssonar sem sagði að hér væri ekki verið að skerða málfrelsi þingmanna að nokkru leyti því að þingmenn hefðu ýmis tækifæri til að tjá sig. Hv. þm. Birgir Ármannsson þekkir þingsköpin eins og lófann á sér og veit að þar er gert ráð fyrir að þingmenn megi tjá sig undir liðnum um atkvæðagreiðslu. Með því að beina því til þingmanna að gera það ekki eða stilla því í hóf er verið að gera tilraun til að takmarka málfrelsi þingmanna sem eiga án hafta, hafi ekki verið samið um annað fyrir umræðu, líka að geta tjáð sig um mál undir þeim dagskrárlið. Það er einfaldlega þess vegna sem ég kom hingað upp til að benda á að þetta er líka pláss fyrir þingmenn til að tjá skoðanir sínar og afstöðu.