150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[15:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við fjöllum hér um nefndarálit meiri hluta velferðarnefndar varðandi hlutabótaleiðina. Mig langar að spyrja hv. framsögumann hvort hún telji að þær ráðstafanir sem gerðar eru dugi til að ná til þeirra sem eru í skattaskjólum og reyna að koma peningum undan, að þetta sé nóg til þess að þeir fari ekki þessa leið.

Síðan vil ég líka spyrja um annað. Komið hefur fram hjá Ríkisendurskoðun að það eru ákveðnir einstaklingar, um 160 talsins, að reyna að hækka laun — er reiknað með því að tekið verði á því hér? Mér sýnist eins og staðan er í dag að eftirlitið eigi að fara fram í haust eða einhvern tímann. Spurningin er: Hvers vegna í ósköpunum er ekki séð til þess að eftirlitið sé aukið strax þannig að hægt sé að taka á svona hlutum núna?