150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:33]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Árið 2017 voru skilaskyld félög á Íslandi 39.464 talsins. Ef við leiðum líkur að því, eins og við höfum reyndar talað um, að um 97–98% þessara fyrirtækja séu það sem maður kallar lítil og meðalstór fyrirtæki, þá má eiginlega ganga út frá því að þarna séu, eigum við að segja, 37.000–38.000 lögaðilar sem allir eru að skila gögnum með tiltölulega flóknum hætti, með leiðum sem ætti að vera hægt að bæta. Við vitum að það er hægt að sjálfvirknivæða þetta. Við vitum líka að skil fóru batnandi eftir lagabreytingar 2016 sem hertu viðurlög við því að skila seint eða illa. Af hverju þurfum alltaf að auka viðurlögin í staðinn fyrir að finna leiðir til að gera málið einfaldara? Það er kannski kjarni málsins.