150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

afsögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

[15:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það virðist nú vera orðin regla að það sé uppnám í nefndum, það er eiginlega óskiljanlegt fyrirbrigði. Meira að segja í nefnd, þar sem algjör samstaða er um að vinna að góðum málefnum og verið að vinna á algerlega frábæran hátt, springur allt í loft upp út af einhverju í lokin. Og í þeirri nefnd er það kona sem er við völd, þ.e. velferðarnefnd. Það virðist vera einhver kúltúr hér að rífast og skammast í nefndum yfir einhverju sem ég næ ég ekki stundum, sem skiptir bara engu máli. Getum við ekki unnið saman hérna inni? Er útilokað að við getum hagað okkur eins og menn?