150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

heilbrigðisþjónusta.

439. mál
[20:44]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Miðflokknum munum ekki greiða þessu máli atkvæði okkar en ég fagna því reyndar mjög að málið hafi verið kallað aftur inn til nefndar, ég tel fulla þörf á því. Á málinu eru ýmsir vankantar, t.d. er einungis talað um eitt háskólasjúkrahús, með ágætisrökum, en mótrökin eru líka til staðar. Ekki er tekið tillit til þeirra sem eru á starfsstofum sem heyra til einkareksturs sem virkað hefur mjög vel, þannig að við munum ekki greiða málinu atkvæði.