150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:23]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er tiltölulega algengt að fólk mæti hér á skyrtunni, það er bara spurning hvers kyns maður er, ég veit ekki hvort það er vandamálið.

Í 5. gr. verklagsreglnanna er einmitt farið yfir hvernig ráðgjafarnefnd gerir tillögu til ráðherra um lánveitingar sem er að miklu leyti eins og 4. gr. í frumvarpinu. Svo er einmitt hlutverk Orkusjóðs í 2. gr. í frumvarpinu eins og 3. gr. í verklagsreglunum. 4. gr. í verklagsreglunum er sleppt og farið beint í fjármögnun verkefna. Það virðist því að yfirlögðu ráði vera sleppt að skýra hvernig þetta er samkeppnissjóður án þess að það sé augljóst hvernig það ratar inn í frumvarpið á annan hátt. Út frá þessum almennu viðmiðum, um það hvernig við myndum vilja koma fram við umsækjendur á jafnréttisgrundvelli, er kannski eðlilegt að vænta þess að þetta sé samkeppnissjóður.