150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:37]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er gott og vel og ég er mögulega til í að kaupa þau rök upp að ákveðnu marki. Vandinn er sá að við höfum kannski ekki fengið að sjá hvers vegna tilteknum leiðum var hafnað. Ég trúi því sem hæstv. ráðherra segir en ég þarf að sjá gögnin. Ég þarf að sjá röksemdafærslurnar, ekki bara heyra nokkrar taldar til í ræðupúlti. Það myndi gera allt miklu trúverðugra.

Síðar er hitt, það sem hæstv. ráðherra var að segja væri enn þá trúverðugra ef það væri ekki verið að kippa úr sambandi öllum varnöglunum sem eru í lögum um ríkisábyrgðir. Þeir varnaglar voru ekki búnir til fyrir tilviljun. Þetta byggist auðvitað á þekkingu á því hvernig ríkisábyrgðir hafa klikkað í gegnum tíðina og hvernig á að bregðast við því að þær geti klikkað. Við viljum ekki endurtaka Vaðlaheiðargangaævintýrið, við viljum gera þetta vel, alveg sama hvað það er sem við endum á að gera. Er það ekki satt?