150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[19:36]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið, en eftir standa svör hans, sem ég átta mig ekki á: Er þá hv. þingmaður ósammála því að ráðgjöf og ráðleggingum sóttvarnalæknis sé fylgt? Það er það sem gert hefur verið hingað til. Spurning mín er einföld: Telur hv. þingmaður að ekki eigi að fara eftir ráðgjöf sóttvarnalæknis þegar kemur að sóttvarnaráðstöfunum sem m.a. þurfa að fara fram við landamæri?