150. löggjafarþing — 138. fundur,  3. sept. 2020.

um fundarstjórn.

[21:16]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með síðasta ræðumanni. Það getur auðvitað orðið misskilningur á milli fólks. Það var rætt um það á þingflokksformannafundi áðan þegar hv. þingmaður Pírata kaus að fara hér upp og hafa stór orð í garð forseta á meðan við vorum að funda þar sem málin leystust mjög farsællega. Það kom í ljós að þetta var bara misskilningur. Það var ekki alveg ljóst hver átti að fara með hvaða boð hvert af hálfu efnahags- og viðskiptanefndar. Það var enginn ágreiningur um það að málið ætti að vera á dagskrá. Það hafði líka komið fyrir fund þingflokksformanna. Búið var að nefna það fyrr í vikunni að málið kæmi á dagskrá. Það lá ekki fyrir með nákvæmlega hvaða hætti það yrði, hvort það yrði öll nefndin eða hvað, en það lá fyrir að málið kæmi á dagskrá. Hvort það var svo rætt seinna á efnahags- og viðskiptanefndarfundi að það þyrfti að fara eitthvað sérstaklega aftur fyrir þingflokksformenn (Forseti hringir.) voru augljóslega (Forseti hringir.) boð sem var viðurkennt í dag að hefðu misskilist, þ.e. hver átti (Forseti hringir.) í raun að fara með. Látum af því að vera sífellt með ásakanir um að fólk meini eitthvað illt.