150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[16:35]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Staða Icelandair, eins og kynnt er í áætlunum flugfélagsins, er sú að ekki er búist við að draga þurfi á ríkisábyrgðina. Þess vegna segi ég að aðkoma ríkisins sé í raun ekki fyrr en það raungerist. Ef það gerist aldrei þá er það frábært og við þurfum ekki að gera neitt meira.

Það kom fram í máli fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fundi þar sem ýmsir voru mjög pirraðir, ef hv. þingmaður man eftir þeim fundi, að kröfuhafarnir hafi beðið um ríkisábyrgðina og ég les það á milli línanna að það séu bankarnir þegar allt kemur til alls. Það er ekki flóknara en það.