150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

998. mál
[19:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997. Ég vísa í þetta stutta nefndarálit varðandi gesti.

Með frumvarpinu eru heimildir lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í afleiðum rýmkaðar þannig að krafa um að afleiða dragi úr áhættu sjóðs eigi ekki við þegar afleiða felur í sér kauprétt eða áskriftarréttindi. Um tilefni frumvarpsins ætti að vera fullljóst.

Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir álitið rita sá er hér stendur og hv. þingmenn Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Willum Þór Þórsson.