151. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2020.

hækkun atvinnuleysisbóta.

[15:07]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Rökin eru þau að ekki er gert ráð fyrir þessum hækkunum í fjárlögum eða í fjármálaáætlun. Hæstv. fjármálaráðherra hefur komið með sín rök fyrir því og því finnst mér við eiga inni svar frá hæstv. forsætisráðherra af hverju þetta er ekki gert. Það er eins og ríkisstjórnin geri sér ekki almennilega grein fyrir ástandinu sem við erum stödd í. Fjöldaatvinnuleysi er sóun sem við höfum ekki efni á, en samt sem áður er leið ríkisstjórnarinnar að gera ráð fyrir einu prósentustigi í lækkun á atvinnuleysi á næsta ári. Samfylkingin hefur kynnt ábyrgu leiðina. Ég vona að hæstv. forsætisráðherra gefi sér tíma til að kynna sér hana. Ég skil hana eftir hér á borðinu og það væri gaman að fá viðbrögð hæstv. ráðherra við henni.

(Forseti (SJS): Forseti biður hv. þingmenn um að snerta ekki mikið á sömu hlutunum og ekki á ræðupúltinu.)