151. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2020.

Þingsköp Alþingis.

80. mál
[14:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann um stöðu flokka sem eru með fleiri en einn þingmann í hverri nefnd. Þá hafa þeir í rauninni meiri áhrif á kynjahlutfallið í nefndinni. Sjálfstæðisflokkurinn er núna með tvær þingkonur og fullt af karlmönnum og Miðflokkurinn er með eina konu og heilan haug af körlum. Miðflokkurinn er t.d. með tvö sæti í umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnuveganefnd, ef mig minnir rétt. Myndi það í rauninni ekki þýða að hv. þm. Anna Kolbrún Árnadóttir þyrfti að vera annar þingmaðurinn í þeim tveimur nefndum til að jafna þetta aðeins upp? Ég tala nú ekki um eins og fjárlaganefnd var hjá Sjálfstæðisflokknum, það hefði þurft að laga til þar. Hvaða áhrif hafa þessi lög á ákvarðanir einstakra þingflokka, þótt það sé ekki á milli þingflokkanna út af heildarsamsetningunni, og á val þingflokksins sjálfs þegar hann hefur um fleiri en eitt sæti að velja?