151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2020 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn.

216. mál
[15:56]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Öllum er umhugað um flugöryggi. Öllum er umhugað um geðheilsu. Þó hafa vaknað varðandi þetta mál ákveðnar áhyggjur af því að undir vissum kringumstæðum geti skapast þær aðstæður að fólk sem þarfnast hjálpar veigri sér við því að sækja þá hjálp vegna ótta við atvinnumissi, tekjumissi eða þar fram eftir götunum. Það yrði mjög slæmt. Af ótta við þetta og með von um að horft verði til þessa þegar það verður tekið fyrir með lagabreytingu mun þingflokkur Pírata sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu en við vonum að markmiðinu verði engu að síður náð vegna þess að þetta er mikilvægt.