151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:28]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Bara af því að hv. þm. Björn Leví Gunnarsson hefur ekki vakið á því athygli enn þá er það auðvitað þannig að skattar í landinu, tekjuhlið fjárlaga, ákvarðast ekki af þeim liðum sem við erum að greiða atkvæði um hér heldur af þeim lögum sem gilda um virðisaukaskatt, tryggingagjald og aðra slíka skatta. Það undirstrikar auðvitað að því miður eru tillögur stjórnarandstöðunnar í þessum lið fullkomin sýndarmennska. Ef þau vildu raunverulega ná fram breytingum á tryggingagjaldi, virðisaukaskatti eða slíku myndu þau ekki gera athugasemdir við þessa liði í fjárlögum heldur við þau lög sem gilda um viðkomandi skatta. (Gripið fram í.)