151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:46]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi tillaga er tvíþætt, annars vegar framlag til skattrannsóknarstjóra til þess að berjast gegn kennitöluflakki, sem er meinsemd í samfélagi okkar. Hins vegar framlag til tollgæslunnar og snýr að fíkniefnavandanum. Fíkniefnavandinn er eitt af alvarlegustu og erfiðustu málum sem steðja að þjóðfélaginu öllu. Sterkari fíkniefni hafa náð fótfestu hér á landi en áður og aukið fíkniefnaeftirlit á landamærum skilar árangri. Hér er lagt til að styrkja tollgæslu í baráttunni gegn innflutningi vímuefna. Auk þess er lagt til að styrkja tollgæsluna til að leiðrétta misræmi í tollskráningu á innfluttum landbúnaðarvörum sem hefur valdið landbúnaðinum miklu tjóni.