151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:59]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni mjög mikilvæg viðbót og aukin framlög til þjónustu við viðkvæman hóp. Það þarf áfram að vinna þessa vinnu. Það þarf áfram að bæta í. Ég hlakka til að sjá niðurstöður vinnuhóps sem fer yfir rekstrargrunn hjúkrunarheimilanna. Í kjölfar þeirrar niðurstöðu verður hægt að skoða enn betur með hvaða hætti við getum komið til móts við þessa þjónustu og hvernig framlögum og rekstri þessara stofnana verður háttað til framtíðar fyrir þennan mjög svo viðkvæma og mikilvæga hóp í samfélaginu.