151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:08]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það sem hefur gerst í þessari umræðu, sem er mjög sjaldgæft hér í þessum sal, er að allir hafa eiginlega eitthvað til síns máls. Sjálfur tel ég auðvitað að frelsið sé mikilvægt. Helst hefði ég viljað sjá örlítið meira val en hjá meiri hlutanum. En þetta er millileið og ég held að við ættum kannski flest að geta sameinast um hana. Ég deili ekki þeirri skoðun að það hafi einhver áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði þó að það muni einhverjum einum, tveimur mánuðum til eða frá. Ég held að það sé ekki úrslitaatriði. Ég er svolítið hrifinn af valinu. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem hagsmuni fjölskyldunnar, heildarinnar. Og hverjir eru betur til þess fallnir að meta hagsmuni fjölskyldunnar en foreldrarnir sjálfir?