151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:21]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Hér erum við að leggja til svokallað mæðraorlof, þ.e. að fæðandi foreldri geti tekið mánuð til viðbótar í orlof fyrir fæðingu, fyrir velferð barns síns og sjálfrar sín. Þessu mæla sérfræðingar með, þetta tíðkast víðs vegar í kringum okkur. Ekki er ætlast til þess að konur vinni eftir 36. viku meðgöngu. Ekki er ætlast til þess að þær taki það af veikindarétti sínum að kljást við þær hliðarverkanir sem fylgja meðgöngu, sér í lagi á síðasta mánuði. Það eru engin veikindi hjá flestum fæðandi konum heldur einungis hliðarverkanir af meðgöngu. Eins og staðan er núna á að taka þetta af sérstökum rétti móðurinnar. Hún á sem sagt að verða af mánuði með barni sínu fyrir að geta ekki gengið með það í vinnunni síðasta mánuðinn. (Forseti hringir.) Það finnst mér ósanngjarnt.

Virðulegi forseti. Mér finnst rétt að við viðurkennum hvað það er mikið álag að ganga með barn. Það þekki ég sjálf. Gefum konum orlof í mánuð fyrir fæðingu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)