151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[17:51]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þessi 6. gr. heimild sem hv. þingmaður talaði um hefur verið í fjárlögum núna undanfarin mörg ár. Eins og honum er fullkunnugt um þýðir 6. gr. heimild ekki það að hluturinn verði seldur. Hún fjallar um að það megi selja hann að undangengnu því ferli sem ég fór yfir í ræðu minni áðan, þ.e. þeim lögum sem sett voru árið 2012 og eru ágætisskapalón utan um svona sölu. Ég held að hv. þingmaður ætti hafa ákveðið traust á því, sérstaklega í ljósi þess hverjir voru í ríkisstjórn þegar þau lög voru sett og hverjir fluttu málið á þeim tíma. Þau ríki sem hv. þingmaður taldi hér upp áðan að ættu stóran hlut í tilteknum bönkum eru flest löngu búin að losa um þá hluti sem þau hafa ætlað sér að losa um og eru þess vegna ekki að selja banka núna. (Forseti hringir.) Við á Íslandi höfum hins vegar haft áform um það að draga úr eignarhlut íslenska ríkisins á bönkunum. (Forseti hringir.) Allir stjórnmálaflokkar, þar með talin Samfylkingin, hafa haft þetta í stefnu sinni (Forseti hringir.) og núna erum við að stíga fyrsta litla skrefið í þá átt.