151. löggjafarþing — 48. fundur,  26. jan. 2021.

menntagátt.

122. mál
[22:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Til að byrja með vil ég segja að ég fagna þessu máli og styð það. Það er mjög kómískt að sjá þetta mál héðan frá, því þegar ég var að vinna í Menntamálastofnun var ég að reyna að búa til nákvæmlega þetta. Það hét þá Ploteusar-verkefnið, kemur frá Evrópusambandinu, ákveðið verkefni til að safna saman öllum þeim námsbrautum og námstækifærum sem stóðu til boða í framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Ég kláraði það verkefni sem tekur saman öll þessi gögn og sendir í gagnagrunn, Ploteus, sem er samevrópskur og er fyrir alla skóla í Evrópusambandslöndunum. Gögnin eru til og svo var meira á áætlun með þessi gögn en þá lenti ég á þingi og hér stend ég og mæli með því að haldið verði áfram með það sem ég var að gera áður en ég kom á þing.