151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

hreinsunarstarf á Seyðisfirði.

[11:05]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að andmæla því, það skiptir mjög miklu máli að vera með svör við þessum stóru spurningum. Í augnablikinu er verið að vinna að rannsóknum og úttekt á svæðinu til að hægt sé að draga þessar línur, hvar hættusvæðið liggur eða hvernig það er afmarkað. Þegar sú niðurstaða er fengin verður það ekki ríkisstjórnarinnar að ákveða hvar fólk kemur sér fyrir, þá kemur einfaldlega upp sú staða að það reynir á þær tryggingar sem eru fyrir hendi, og þær eru sannarlega fyrir hendi, sem geta staðið straum af flutningi og uppbyggingu á nýjum stað. Það verður á endanum að vera val, bæði sveitarfélagsins, hvar það á að verða, og fólksins sem á í hlut, hvort og hvar það vill koma sér fyrir og hvernig.

Þess vegna sagði ég hér í upphafi: Þetta er eitt risastórt samstarfsverkefni þar sem já, ríkið verður að vera með svörin fyrir sitt leyti.