151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[20:28]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Annars vegar ætla ég að nefna það að hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þarf auðvitað að átta sig á því að hér er ekki um að ræða stjórnarfrumvarp eða stjórnarandstöðumál eða eitthvað þess háttar. Hún þekkir náttúrlega forsöguna betur en ég og veit að svo er ekki.

Hitt atriðið sem ég vildi nefna og bið hana að svara, vegna þess að ég er aðeins að reyna að átta mig á ákveðnum þáttum í málflutningi hennar, og það er ef hún gæti bara í örstuttu máli greint mér frá því hvað það er í núverandi stjórnarskrá sem kemur í veg fyrir að hugmyndir Viðreisnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu geti náð fram að ganga.