151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[20:32]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil hv. þingmann svo að við séum sammála um að ekkert sé í núgildandi stjórnarskrá sem kemur í veg fyrir að þær hugmyndir nái fram að ganga sem Viðreisn kann að hafa um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu eða innheimtu veiðigjalda eða öðru þess háttar. Til að gera þær breytingar sem hv. þingmaður talar fjálglega um þarf því ekki að breyta stjórnarskrá. Er það réttur skilningur minn á málflutningi hv. þingmanns?