151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

félagsleg undirboð í flugstarfsemi.

[13:30]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Staða þessa máls er mjög alvarleg og sem betur fer koma svona mál ekki inn á borð Vinnumálastofnunar á hverjum degi. Hins vegar er ekkert langt síðan mál kom upp hér sem tengdist öðru flugfélagi, Primera, þó að það sé kannski eðlisólíkt. Við tökum þetta mál mjög alvarlega, það sem snýr að bæði ráðuneytinu og Vinnumálastofnun. En það er líka rétt að benda á að engu máli hefur verið vísað til Félagsdóms sem tengist þessum kjaraviðræðum beint. Við erum einfaldlega með málið til meðferðar. Þetta er grafalvarlegt mál, staðan er grafalvarleg, ég tek undir það með hv. þingmanni, og þær fréttir sem af þessu berast, en um leið er eðlilegt að málið fái að ganga sinn veg hjá Vinnumálastofnun og í kerfinu og menn fari ofan í allt sem þessu tengist. Það er það sem skiptir máli í þessu, að leiða það til lykta á þeim grunni.