151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[16:34]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ef hann er ekki að ásaka mig persónulega um eitthvað. Ég vil hins vegar taka það fram að jafnvel þó að ekki væri neitt auðlindaákvæði í tillögum stjórnlagaráðs þá hefði ég gjarnan viljað sjá þær enda í ruslinu hvort sem er vegna fjölda margra annarra atriða sem þar er að finna. (Gripið fram í: Kemur í ljós.)