151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[18:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara í eitthvert stóryrðakapphlaup við hv. þingmann. Ég lít svo á að þegar sagt er að ekki megi afhenda eitthvað varanlega þá skipti það máli í þessu sambandi. Þegar talað er um að eitthvað sé þjóðareign held ég að það skipti máli. Þegar hv. þingmaður talar um tímabundna samninga þá er hún að tala um sína hugmynd varðandi fiskveiðistjórnarkerfið. Mér finnst útfærsluatriði af því tagi ekki eiga heima í stjórnarskrá. Og ég spyr hv. þingmann, vegna þess að ég veit að hún hefur kynnt sér þetta vel: Eru einhver dæmi í stjórnarskrám ríkja í kringum okkur um ákvæði af því tagi sem hún vill setja í stjórnarskrá að þessu leyti?