151. löggjafarþing — 57. fundur,  18. feb. 2021.

brottfall ýmissa laga.

508. mál
[15:20]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé rétt hjá hv. þingmanni að það sé verkefni þingnefndarinnar að sannreyna það sem ég var að fara hér yfir, að ráðuneytið hafi farið yfir öll þessi lög sem ýmist væru runnin út á tíma eða ekki væri lengur þörf á að hafa í sérlögum vegna þess að almenn löggjöf hefði verið sett um skilyrði sem staðir uppfylltu og gætu til að mynda orðið kaupstaður o.s.frv. Nefndin þarf líka að sannreyna að þeir lagabálkar sem hér eru undir heyri fyrst og fremst undir sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytið en spili ekki inn í málefnasvið annarra ráðuneyta. Ég held að það sé beinlínis hlutverk nefndarinnar að ganga úr skugga um að svo sé.