151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

höfundalög.

136. mál
[15:33]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að lýsa því yfir að við í Samfylkingunni styðjum þetta mál. Þetta er gott mál og framfaramál og snertir á mikilsverðum réttindum fólks til að njóta bóka. Ég er hins vegar með breytingartillögu sem ég vona að þingheimur taki vel undir. Hún snýst um að bætur fyrir þessi not nái ekki einungis til höfunda heldur nái þær einnig til rétthafa. Það eru fleiri sem þarna eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta en einungis höfundar. Það eru til að mynda útgefendur og það geta verið erfingjar höfundaréttar. Það er sanngirnismál að bætur fyrir þessi not nái einnig til slíkra rétthafa.