151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað.

495. mál
[16:04]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson er alltaf með mjög djúpar ræður. Hann er ekki mikið fyrir einfaldleikann. Auðvitað er frelsi ekki skaðlaust og hefur aldrei verið. Frelsinu fylgir auðvitað ábyrgð. Maður ber ábyrgð á eigin lífi. Það er lykilatriði. Við leyfum alls konar áhættuhegðun. Það er frelsi. Við myndum ekki leyfa fólki að fara bara út að keyra og við myndum ekki leyfa fólki að fara á hættuleg fjöll. Frelsi verður aldrei án þess að einhver skaði geti fylgt. Ég skynja það að hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni finnist lítið til þessa frelsis koma. Ég upplifði það á ræðunni. Það frelsi varðar nefnilega líka einstaklinginn, frelsi einstaklingsins til athafna. Það er bara mjög dýrmætt frelsi. Það er grundvallarfrelsi einstaklings og ekki bara það að vera í friði fyrir stjórnvöldum. Ætli einstaklingur að nýta sér það að brugga bjór og selja hefur hann engan frið fyrir stjórnvöldum. Þau banna honum það.

Bara aðeins í lokin varðandi skorpulifrina verða menn að athuga það þegar þeir reikna út aukningu á skorpulifur að það eru í fyrsta lagi náttúrlega miklu fleiri í þessu landi, okkur fjölgar mjög hratt, auk þess sem við eldumst. Það er mikil aukning á flestum sjúkdómum, t.d. alzheimer. Það er einföld skýring á því: Við erum með verða miklu eldri.