151. löggjafarþing — 67. fundur,  16. mars 2021.

færsla reksturs hjúkrunarheimila og réttindi starfsfólks.

[13:38]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Enn og aftur vil ég undirstrika afstöðu mína í þessu máli. Ég tek eftir því að hv. þingmaður talar um það í fyrri fyrirspurn sinni að afstaða stjórnvalda þurfi að liggja fyrir fyrir vikulok. Auðvitað er mikilvægt að svörin liggi fyrir hið fyrsta og fyrirkomulag yfirfærslu þeirrar starfsemi sem um ræðir en sveitarfélögin, bæði Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar, óskuðu eftir því að framlengja samninginn um einn mánuð. Ég lít svo á að við nýtum þann tíma, bæði sveitarfélögin og ríkið, sem væntanlega lítum öll svo á að þarna séu afar ríkir hagsmunir á ferð, ekki bara íbúanna heldur ekki síður starfsfólksins, og leitum leiða, hvort sem það er með tilvísun í tiltekna löggjöf eða hvernig það verður gert, til að gæta þessara ríku hagsmuna réttaröryggis og jafnframt af meðalhófi. Og það svar stendur.