151. löggjafarþing — 69. fundur,  18. mars 2021.

áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna.

608. mál
[13:37]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil, vegna orða hv. þingmanns og formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Birgis Ármannssonar, segja að ég get ekki með nokkru móti tekið undir það með honum að þetta sé eins opið og hann lýsir. Það er nánar tilgreint í skýrslubeiðninni um hvað er beðið og það er upptalning í einum fimm eða sex liðum, þannig að ég get ekki með nokkrum hætti tekið undir þessi orð hans um að þetta sé ekki eins og vera bæri. Málið er mjög stórt og mjög brýnt. Við höfum verið að berjast fyrir umbótum á fjármálamarkaði með það fyrir augum að auka réttarvernd neytenda og verja með því heimilin og þessi skýrslubeiðni er mjög mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni.