151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[17:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst dálítið erfitt að bera saman epli og appelsínur hérna í máli hæstv. ráðherra. Ég er að segja að hagvaxtarspáin eins og hún var í október í fyrra sé betri en hún er núna, þrátt fyrir stefnu stjórnvalda. Ég geri fullkomlega ráð fyrir því að niðurstaðan í ríkisreikningi verði betri en hún er lögð fram í þessari áætlun, alveg eins og var í fyrra. En ég er að segja að spáhorfurnar hafi versnað þrátt fyrir stefnu stjórnvalda. Ef allt hefði verið eðlilegt og fjármálaáætlunin sem var samþykkt fyrir áramót hefði verið það góð að hún hefði haft jákvæð áhrif á spárnar þá hefðu spárnar orðið betri núna en þær voru í október. Við sjáum hins vegar að þær eru verri fyrir árið 2021. Það er málið sem ég er að tala um, virðulegi forseti.