151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

fiskeldi.

265. mál
[15:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður rakti þá punkta sem við vorum með í nefndarálitinu á bak við, til hvers ætti að taka tillit. En varðandi útfærsluna var það niðurstaða okkar í meiri hlutanum að tekist yrði á við það verkefni í reglugerðinni úr ráðuneytinu, eins og ég sagði áðan. Ég hef svo sem engu við það að bæta en flókið er verkefnið í þessari mynd. Þannig standa málin og það var niðurstaða okkar í meiri hlutanum að þetta kæmi fram í reglugerð en með þeim áhersluatriðum sem komu frá nefndinni og við leggjum sérstaka áherslu í nefndarálitinu á frumkvöðlarétt og að hann sé skoðaður vel sem innlegg í reglugerðina.