151. löggjafarþing — 85. fundur,  26. apr. 2021.

covid-19, staðan og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[15:59]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hæstv. ráðherra að það sé mikilvægt að sýna samstöðu. Ég hef lagt mig fram um að sýna samstöðu með þríeykinu og ráðherranum í þessum málum. Auðvitað er ýmislegt sem hefur verið hægt að hafa sterkar skoðanir á en ég held að samstaðan muni sigra að lokum í þessu sem öðru. Ég held að við sjáum fram á að þegar þjóðin hefur verið bólusett muni ferðamenn fylla hótelin og rútubílana og ferðamannastaði og afþreyingarfyrirtæki og atvinnulífið komast í gang. En mig langar að spyrja ráðherrann einnar spurningar sem kannski hefur ekki komið fram í dag, ég er ekki alveg klár á því, þær eru margar. Hefur ráðherrann getað gefið sér tíma til að skoða hvaða áhrif álag veirunnar á heilbrigðisstarfsfólk hefur til lengri tíma?