151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[21:16]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það stendur þannig á hjá Dönum að þeir hafa ákveðið — og það er eiginlega fjölflokkasamkomulag, það voru fjórir flokkar sem störfuðu saman áður en núverandi ríkisstjórn tók við og nú hefur danski jafnaðarmannaflokkurinn bæst í þennan hóp — að útrýma þessum gettóum sem kölluð eru. Af kurteisisástæðum eru þau núna kölluð á dönsku „parallel samfund“ sem við getum kallað hliðarsamfélög á íslensku. Ég er með tölur um þetta. Þeir tala um gettó og hörð gettó. Hörð gettó voru talin vera 13 í fyrra og síður hörð voru 15. (Forseti hringir.) Þeir ætla sér að útrýma þessum gettóum, m.a. með skipulögðu niðurrifi húsa þannig að þau verði öll horfin árið 2030.