151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[18:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er einfaldlega þannig að verið er að opna flutninga til landsins. Hingað munu koma mjög margir og verið er að skipuleggja tvöfalda skoðun á plöggum sem það fólk er með. Gerð verður tvöföld skoðun til þess að létta á umferðarflæði og til að tryggja að sem fæstir komi annaðhvort smitaðir eða veikir til landsins. Þessar reglur á að endurskoða á fjögurra vikna fresti þannig að eftir fjórar til átta vikur, ef þannig verkast vill, er þessi reglugerð ekki lengur við lýði af því að þess þarf ekki. Ég get ekki séð hvaða goðgá það er að samþykkja þessi lög sem leiða til tímabundinnar reglugerðar á þessu sviði.