151. löggjafarþing — 101. fundur,  26. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:45]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Samt er það nú svo að ítrekað kemur fram í fjármálaáætluninni að fara eigi í 34 milljarða sambland af niðurskurði og skattahækkunum ef spár Hagstofunnar ganga eftir. Frú forseti. 34 milljarðar er mjög há tala og varla er hægt að komast hjá því að fara í slíkar aðgerðir án þess að snerta velferðarkerfið. Ég tek eftir því að í stefnumörkun sem búið er að samþykkja fyrir næsta kjörtímabil gerir hæstv. ríkisstjórn ekki ráð fyrir því að brugðist verði við kjaragliðnun sem vaxið hefur undanfarin ár á milli launamanna og þeirra sem þurfa að treysta á greiðslur í gegnum almannatryggingakerfið. Er hv. þingmaður sáttur við þessa stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, sem hann styður, (Forseti hringir.) að ekki eigi að taka á þessum málum og kjaragliðnun muni halda áfram að vaxa (Forseti hringir.) á milli launamanna og þeirra sem eru fátækastir hér á landi?